Sjö alvarlega slasaðir

Að minnsta kosti sjö eru alvarlega slasaðir eftir að ruslabíll ók inn í hóp vegfarenda í Glasgow í dag til viðbótar við þá sex sem staðfest er að hafi látist. Að sögn lögreglu bendir ekkert til að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað en vitni segist hafa séð bílstjórann hanga yfir stýrinu. 

Slysið átti sér stað um kl. 14:30 við George-torg í miðborg Glasgow. Eftir að ruslabíllinn hafði lent á fólkinu hélt hann áfram um 140 metra þar til hann rakst á Millennium-hótelið við torgið. Fréttaritari BBC segir að vitni hafi sagt ökumanninn í keng yfir stýrinu. Hann var fluttur á sjúkrahús en lögregla hefur ekki greint frekar frá afdrifum hans.

Öllum götum í nágrenninu hefur verið lokað og hefur lögreglan lýst slysinu sem stórslysi. Fulltrúar Scotland Yard hafa lýst því yfir að atburðurinn tengist ekki hryðjuverkum.

Fyrri frétt mbl.is: Sex látnir í Glasgow

Frá vettvangi í Glasgow. Ruslabíllinn endaði á vegg hótels við …
Frá vettvangi í Glasgow. Ruslabíllinn endaði á vegg hótels við George-torg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert