Réttarhaldi yfir manninum sem grunaður er um að staðið að baki sprengjuárásinni á Boston-maraþonið á síðasta ári ásamt bróður sínum verður ekki frestað eins og verjandi hans krafðist. Það þýðir að val á kviðdómendum hefst á mánudaginn í næstu viku. Talið er að réttarhöldin muni taka marga mánuði.
Dzhokhars Tsarnaev sem er rétt rúmlega tvítugur á yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur um að hafa komið sprengjum fyrir við endamark Boston-maraþonsins þann 15. apríl 2013. Þrír létust og 264 særðust í árásinni. Bróðir Tsarnaev lést í skotbardaga við lögreglumenn þegar þeir báðir voru á flótta á undan réttvísinni.
Dómari í málinu hafnaði einnig kröfu verjanda Tsarnaev um að réttarhöldin verði færð burt frá borginni en það hefði getað orðið til þess að skjólstæðingur hans slyppi við dauðadóm en yrði, ef sakfelldur, þess í stað dæmdur í fangelsi ævilangt.
Ástæða þess að verjandi Tsarnaev fór fram á frestun málsins var sú að hann telur sig ekki hafa fengið nægilegan tíma timl að undirbúa vörnina, og ef ekki væri fallist á frestun nyti Tsarnaev ekki réttlátrar málsmeðferðar.
Málinu hefur þegar verið frestað en það átti að taka fyrst fyrir í nóvember.