Íslamski Svartiskóli Parísar

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq.
Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq. AFP

Franski rit­höf­und­ur­inn Michel Hou­ell­e­becq dreg­ur í nýrri skáld­sögu sinni upp mynd af Frakklandi árið 2022, þá und­ir stjórn fyrstu ís­lömsku rík­is­stjórn­ar lands­ins. Bók­in, Und­ir­gefni, kem­ur út um miðja viku og er talið víst að hún muni hreyfa við mörg­um, enda Hou­ell­e­becq oft kennd­ur við hat­ur á Íslam.

Í bók­inni vinn­ur stjórna­mála­flokk­ur­inn mús­límska bræðralagið stór­sig­ur í Frakklandi og end­ar það með því að kon­um er gert að hylja sig með blæj­um og búrk­um, Svartiskóli í Par­ís verður íslamsk­ur og pró­fess­or­ar við hann verða að ger­ast mús­lím­ar eða taka pok­ann sinn. 

Hou­ell­e­becq hafn­ar því hins veg­ar að hann hafi skrifað bók­ina til þess að ögra. Lands­lagið í bók­inni sé mjög óraun­veru­legt og at­vik sög­unn­ar gætu aldrei gerst á sjö árum, en jafn­vel á næstu ára­tug­um. „Fyrst af öllu - og þetta er erfitt að ímynda sér - þyrftu mús­lím­ar að þétta raðirn­ar og hætta að berj­ast inn­byrðis,“ seg­ir Hou­ell­e­becq.

En hvað sem orðum höf­und­ar­ins líður þá er ljóst að bók­in mun skapa líf­leg­ar umræður í Frakklandi, og jafn­vel víðar, um stöðu mús­líma í Evr­ópu. „Þessi framtíðarmynd end­ur­spegl­ar ótta höf­und­ar en einnig sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Franck Fregosi sem sér­hæft hef­ur sig í stöðu Íslam í Evr­ópu. Hann bæt­ir því við að víða sé Íslam notað sem blóra­bögg­ull fyr­ir allt það sem illa geng­ur, sér­stak­lega í Frakklandi.

Heim­spek­ing­ur­inn Alain Finkiel­kraut hrósaði Hou­ell­e­becq í há­stert fyr­ir að vera á varðbergi og láta ekki póli­tísk­an rétt­trúnað ógna í skrif­um um Íslam.

Ný bók Houellebecq, Undigefni.
Ný bók Hou­ell­e­becq, Undigefni. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert