Leitarsvæðið stækkað

AFP

Indónesísk yfirvöld hafa stækkað svæðið þar sem leitað er að braki AirAsia-þotunnar sem brotlenti á Jövuhafi hinn 28. desember sl.

Talið er að 162 hafi farist en 37 lík hafa fundist. Talið er að stutt sé í að svarti kassi vélarinnar finnist en yfirvöld telja sig hafa fundið brak úr vélinni þar sem hann sé að finna. Vegna slæms veðurs hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á brak úr vélini og koma því á land.

Samkvæmt BBC er ekki enn vitað hvað olli flugslysinu og enn hefur stór hluti flugvélarinnar ekki fundist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert