Níddist á þremur til fjórum stúlkum á dag

Þessi mynd var tekin af Andrési prins og vini hans …
Þessi mynd var tekin af Andrési prins og vini hans Jeffrey Epstein í New York árið 2011. Epstein hafði þá verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. © Jae Donnelly

Jeffrey Epstein „er mögulega hættulegasti níðingur í sögu Bandaríkjanna“. Þetta kemur fram í bréfi frá lögfræðingi sem komst í dagsljósið er mál Epstein var rannsakað af FBI. 

Samkvæmt frétt The Independent hefur FBI nú undir höndum „leyniskjöl“ um bandaríska milljarðamæringinn sem geta verið sönnunargögn í málinu gegn Epstein en hann hefur verið áskaður um að halda stúlkum undir lögaldri í kynlífsánauð. 

Epstein er meðal annars ásakaður um að neyða þá sautján ára gamla stúlku, Virginia Roberts, til þess að stunda kynlíf með Andrési Prins, en ráðamenn í Buckingham höll hafa neitað því. Skjölin sem FBI er með eiga að sýna hvernig Epstein stjórnaði stúlkunum. 

The Independent vitnar í The Times sem segir frá því að í bréfi, sem sýnt var við réttarhöld yfir Epstein í fyrra, skrifi Brad Edwards, lögmaður stúlkunnar að Epstein væri mögulega hættulegasti níðingur í sögu Bandaríkjanna. „Sönnunargögnin gefa til kynna að í minnsta kosti fjögur ár var hann að níðast kynferðislega á þremur til stúlkum á dag,“ segir jafnframt í bréfinu sem er dagsett í júlí 2008.

„Hann er kynlífsfíkill sem notaði allan sinn frítíma í að níðast kynferðislega á börnum og hann notar auð sinn og vald til þess að tæla til sín fátækar stúlkur. Jafnframt notar hann peninga sína til þess að verja sig gegn málsóknum og ábyrgð,“ segir í bréfinu.

Árið 2008 viðurkenndi Epstein að hafa verið milliliður í vændiskaupum og var dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Hann sat inni í 13 mánuði og er nú skráður kynferðisafbrotamaður. 

Buckingham höll hefur tvisvar gefið út yfirlýsingar þar sem neitað er fyrir það að Andrés prins hafi sofið hjá Virginia Roberts í þrjú aðskilin skipti á árunum 1999 til 2002, í Lundúnum, New York og á einkaeyju í Karabíska hafinu. Í gær tjáði fyrrum eiginkona prinsins, Sarah Ferguson, sig um málið og sagði prinsinn vera „besta mann í heimi“.

Fergie segir Andrés besta manninn

Segist hafa hitt drottninguna

Var kynlífsþræll í þrjú ár

Andrés prins og Virginia Roberts árið 2001.
Andrés prins og Virginia Roberts árið 2001.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert