Frakkar sameinast í þögninni

AFP

Franska þjóðin er í sár­um eft­ir hryðju­verka­árás í miðborg Par­ís­ar sem kostaði tólf manns lífið í gær. Í morg­un var lög­reglu­kona skot­in til bana í út­hverfi Par­ís­ar. Árás­ir hafa verið gerðar á mosk­ur í Frakklandi og ótt­ast marg­ir mús­lím­ar um sinn hag í landi frels­is­ins. 

For­seti Frakk­lands, Franço­is Hollande, hef­ur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og á há­degi (klukk­an 11 að ís­lensk­um tíma) í dag var einn­ar mín­útu þögn í land­inu fyr­ir utan klukkna­hljóm frá Notre Dame-kirkj­unni í Par­ís. 

Helstu sam­tök mús­líma í Frakklandi hvöttu mús­líma í land­inu til þess að taka þátt í þagnar­at­höfn­inni og biðja ímama, bænar­presta mús­líma, til þess að for­dæma hryðju­verk í kjöl­far árás­ar­inn­ar á rit­stjórn Charlie Hebdo í Par­ís í gær. 

Frans páfi bað fyr­ir fórn­ar­lömb­um árás­ar­inn­ar í morg­un og seg­ir að hryðju­verk­in í Par­ís veki hugs­an­ir um mann­vonsk­una. „Við biðjum fyr­ir öll­um fórn­ar­lömb­um þessa of­beld­is. Við biðjum líka fyr­ir ill­virkj­un­um og von­um að Guð geti breytt hjarta­lagi þeirra.“

Í gær for­dæmdi páfi árás­ina harðlega líkt og flest­ir af helstu trú­ar- og þjóðarleiðtog­um heims. 

Um helg­ina verður mín­útu þögn á öll­um leikj­um í frönsku knatt­spyrn­unni þar sem þeirra sem lét­ust í árás­inni verður minnst. Í til­kynn­ingu frá franska knatt­spyrnu­sam­band­inu kem­ur fram að franska knatt­spyrnu­fjöl­skyld­an standi sam­einuð og votti ætt­ingj­um og vin­um fórn­ar­lambanna samúð.

Láta ekki fá­visk­una fara með sig­ur af hólmi

Ádeilu­ritið Charlie Hebdo mun hins veg­ar ekki leggja upp laup­ana þrátt fyr­ir árás­ina, sem kostaði níu á rit­stjórn blaðsins lífið, held­ur kem­ur blaðið út á miðviku­dag­inn í næstu viku. 

Að sögn Pat­ricks Pelloux, sem lifði árás­ina af, á út­gáf­an næsta miðviku­dag að sýna að heimska og fá­fræði fái ekki að fara með sig­ur af hólmi. 

Franska þjóðin sýndi svo sann­ar­lega sam­hug í verki nú klukk­an ell­efu því út um allt land kom fólk sam­an og vottaði þeim látnu virðingu sína með þögn.

Á ell­efta tím­an­um (á ís­lensk­um tíma) var greint frá því að sést hafi til þeirra Chérif og Saïd Kouachi á hraðbraut­inni í l'Aisne, sem er í Picar­die-héraði,  í morg­un. Bræðurn­ir eru eft­ir­lýst­ir og grunaðir um aðild að hryðju­verka­árás­inni í gær. Skil­ríki Saïds fund­ust meðal ann­ars í flótta­bif­reiðinni í gær. Það var starfsmaður á bens­ín­stöð skammt frá Villers-Cotterêt sem bar kennsl á bræðurna sem óku hvít­um Renault Clio á leiðinni frá Par­ís. Menn­irn­ir voru grímu­klædd­ir og vopnaðir kalachni­kov riffl­um auk fleiri skot­vopna.  
Sjö ætt­ingj­ar og vin­ir bræðranna eru í haldi lög­reglu í tengsl­um við rann­sókn­ina en ekki er vitað hvort árás­in á lög­regl­una í morg­un teng­ist árás­inni í gær.

Óljós­ar freg­ir af tengsl­um bræðranna við þann þriðja

Vitað er að árás­ar­menn­irn­ir voru þrír, það er tveir sem skutu og sá þriðji ók bif­reiðinni. Seint í gær­kvöldi gaf átján ára pilt­ur, Hamyd Mourad, sig fram við lög­reglu í bæn­um Char­leville-Mézières, smá­bæ skammt frá landa­mær­um Belg­íu, þar sem hann hafði séð nafn sitt nefnt í fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðlum í tengsl­um við leit­ina að hryðju­verka­mönn­un­um þrem­ur. Afar mis­vís­andi frétt­ir eru um tengsl hans við bræðurna en ein­hverj­ir fjöl­miðlar herma að hann sé tengd­ur öðrum þeirra fjöl­skyldu­bönd­um. Í ein­hverj­um fjöl­miðlum kem­ur fram að vin­ir Mourad segi að hann hafi verið í skól­an­um þegar árás­in var gerð en aðrir fjöl­miðlar segja að hann sé at­vinnu­laus og heim­il­is­laus. Hvorki lög­regla né sak­sókn­ari hafa tjáð sig um tengsl hans við bræðurna né held­ur hver þjóðfé­lags­staða hans er.

Í gær­kvöldi leitaði sér­sveit lög­regl­unn­ar í íbúð í borg­inni Reims sem teng­ist þeim. Hvor­ug­ur þeirra var í íbúðinni á þeim tíma.

Sprengja skók kebab stað skammt frá mosku í Villefranche-sur-Saone í …
Sprengja skók kebab stað skammt frá mosku í Villefranche-sur-Sa­o­ne í morg­un AFP
Lögreglukona var skotin til bana í París morgun.
Lög­reglu­kona var skot­in til bana í Par­ís morg­un. AFP
Fjölmargir söfnuðust saman á Mannréttindatorginu í Saint-Denis de la Reunion
Fjöl­marg­ir söfnuðust sam­an á Mann­rétt­inda­torg­inu í Saint-Den­is de la Reuni­on AFP
AFP
Núverandi og fyrrverandi forsetar Frakklands sameinuðust í þögn í hádeginu.
Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi for­set­ar Frakk­lands sam­einuðust í þögn í há­deg­inu. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert