Ástríkur er líka Charlie

Uderzo er faðir Ástríks og Steinríks.
Uderzo er faðir Ástríks og Steinríks. Mynd af Twitter-aðgangi Ástríks

Hinn 87 ára gamli Albert Uderzo, faðir Ástríks og Steinríks, hefur vottað kollegum sínum sem voru myrtir í árásinni á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo virðingu sína með nýjum teikningum. Þeim var dreift á Twitter-aðgangi Ástríks og Steinríks.

„Ég er líka Charlie,“ segir Ástríkur.

„Það er augljóslega engin tenging milli Charlie (Hebdo) og Ástríks,“ sagði listamaðurinn í samtali við Le Figaro. „Ég vil einfaldlega tjá hlýhug minn til þeirra hönnuða sem hafa goldið fyrir með lífi sínu.“

Uderzo sagðist óska yngri teiknurum hugrekkis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert