Hinn 87 ára gamli Albert Uderzo, faðir Ástríks og Steinríks, hefur vottað kollegum sínum sem voru myrtir í árásinni á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo virðingu sína með nýjum teikningum. Þeim var dreift á Twitter-aðgangi Ástríks og Steinríks.
„Ég er líka Charlie,“ segir Ástríkur.
À 87 ans, Uderzo reprend la plume pour #CharlieHebdo #JeSuisCharlie. Interview à 8h30 http://t.co/2HBhhbdqJr #E1matin pic.twitter.com/8GwH9cPMaQ
— Europe 1 (@Europe1) January 9, 2015
„Það er augljóslega engin tenging milli Charlie (Hebdo) og Ástríks,“ sagði listamaðurinn í samtali við Le Figaro. „Ég vil einfaldlega tjá hlýhug minn til þeirra hönnuða sem hafa goldið fyrir með lífi sínu.“
Uderzo sagðist óska yngri teiknurum hugrekkis.
— Astérix (@asterixofficiel) January 8, 2015