Leitarsveitir telja sig hafa numið „smelli“ í Jövuhafi sem gætu komið frá svarta kassanum í þotu AirAsia, flugi QZ8501.
Foringi í indónesíska hernum, Gen Moeldoko, segir í samtali við BBC að kafarar hafi verið sendir af stað til þess að kanna málið.
Smellirnir heyrðust skammt frá þeim stað þar sem stél vélarinnar fannst. Talið er að svarti kassinn hafi jafnvel losnað úr stélhluta vélarinnar.
Flug QZ8501 hvarf af ratsjám hinn 28. desember sl. með 162 um borð. Enginn hefur fundist á lífi en Airbus A320-200-farþegaþota AirAsia-flugfélagsins var á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapúr er hún hvarf.