Önnur gíslataka í Frakklandi

Lögregla við matvöruversluna í dag þar sem maður tók nokkra …
Lögregla við matvöruversluna í dag þar sem maður tók nokkra í gíslingu í matvöruverslun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Vopnaður ræningi hefur tekið tvo í gíslingu í skartgripaverslun í borg í suðurhluta Frakklands. AFP-fréttaveitan greinir frá. 

Ekki er vitað hvort málið tengist gíslatökunum tveimur í dag. 

Uppfært kl. 18.52

Telegraph greinir frá því að skartgripaverslunin sé í borginni Montpellier í Frakklandi. Svo virðist sem ræninginn hafi læst sig inni í versluninni og bíður lögregla átekta utandyra. 

Í frétt APF segir að engin tengsl séu á milli gíslatökunnar í Montpellier og gíslatakanna í París og í Damm­art­in-en-Goële í dag. „Þetta var rán, þetta hefur ekkert að gera með atburðina í París,“ sagði saksóknarinn Christophe Barret í samtali við AFP. 

Uppfært kl. 20.30

Lögregla hefur lokað af stórt svæði við verslunina. Svo virðist sem ræninginn sé enn inni í byggingunni ásamt gíslunum. 

Fréttin verður uppfærð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka