Katrine Dawson, lögfræðingurinn sem lét lífið á kaffihúsi í Sydney um miðjan desember, varð ekki fyrir skoti gíslatökumannsins Mans Harons Monis heldur fyrir skoti lögreglu þegar áhlaup var gert á kaffihúsið.
Mons tók sautján manns í gíslingu á kaffihúsinu í sextán klukkustundir. Að lokum réðst lögreglan á kaffihúsið, kastaði handsprengjum og skaut á Monis. Svo virðist sem brot úr einu af skotum lögreglu hafi hafnað í hjarta Dawson.
Tori Johnson, framkvæmdastjóri kaffihússins, lét aftur á móti lífið þegar Monis skaut hann í höfuðið.
Skýldi óléttri vinkonu á kaffihúsinu