Báðir flugritarnir fundnir

AFP

Indónesískir kafarar fundu í morgun hinn flugritann úr þotu AirAsia sem brotlenti á Jövuhafi 28. desember. 

Um er að ræða hljóðrita vélarinnar sem geym­ir hljóðupp­tök­ur. Hann tek­ur upp allt hljóð í flug­stjórn­ar­klef­an­um, þar á meðal sam­töl áhafn­ar­inn­ar, sam­skipti henn­ar við flug­um­ferðar­stjórn og ýmis hljóð frá flug­vél­inni sjálfri. Í gær fannst ferðariti flug­vél­ar­inn­ar sem skrá­ir til dæm­is flug­hraða og flug­hæð, hröðun, snún­ing vél­ar, hita inn­an vél­ar og utan og svo fram­veg­is.

Flug QZ8501 brotlenti í afar slæmu veðri er vélinni var flogið frá indónesísku borginni Surabaya til Singapúr. Talið er að allir um borð, 162, hafi farist. Einungis hafa fundist 48 lík og er talið að flest líkanna séu enn í aðalhluta flugvélarinnar. 

Talið er að óveðrið hafi valdið því að vélin fórst en ekki hefur verið hægt að færa sönnur á það. Mun meiri líkur eru nú á að orsök slyssins verði ljós eftir að flugritar vélarinnar eru komnir í leitirnar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert