Schumacher grætur er hann heyrir rödd eiginkonunnar

Michael Schumacher.
Michael Schumacher. AFP

Ökuþórinn Michael Schumacher grætur er hann heyrir raddir sem hann þekkir, s.s. eiginkonu sinnar og barna. Þetta kemur fram í ítalska dagblaðinu Corriere della Serra. Schumacher varð 36 ára þann 3. janúar. Hann lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrir rúmu ári síðan. Fréttir herma að hann geti ekki tjáð sig nema með því að nota augun.

Schumacher eyddi afmælisdeginum með eiginkonu sinni, syni og dóttur á heimili þeirra við Geneva-vatn. Þar hefur hann dvalið frá því hann var fluttur af sjúkrahúsi í september.

Í frétt Daily Times segir að stundum renni tár niður andlit hans og að hann gráti er hann heyri raddir barna sinna og eiginkonu. 

Schumacher var í dái í níu mánuði eftir slysið sem varð 29. desember 2013. Hann fékk alvarlega höfuðáverka og gekkst undir að minnsta kosti tvær skurðaðgerðir. Í frétt blaðsins Autosprint segir að Schumacher geti nú setið uppréttur en haft hefur verið eftir eiginkonu hans að hann sé á hægum batavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert