Milljónir í útimessu páfa

Milljónir eru samankomnar í Manila, höfuðborg Filippseyja, til að taka þátt í útimessu sem Frans páfi stýrir.

Mörg þúsund manns söfnuðust saman í Rizal almenningsgarðinum snemma í morgun, mörgum klukkustundum áður en messan á að hefjast. Hún

Fyrir 20 árum kom rúm fimm milljóna manna saman á sama stað til að taka þátt í messu sem Jóhannes Páll páfi. Þetta kemur fram á vef BBC.

Páfagarður segir að Frans páfi muni minnast þeirra sem létust þegar fellibylurinn Haiyan fór yfir landið árið 2013. 

Um 80 milljónir kaþólikka eru búsettar á Filippseyjum. Þetta er síðasti dagur páfa í landinu, en hann hefur verið á sex daga ferðalagi um Asíu. 

Filippeyskir fjölmiðlar telja að um sex milljónir muni verða viðstaddar messuna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert