Ekki er talið líklegt farþegaþota AirAsia hafi brotlent vegna hryðjuverks. Rannsakendur í Indónesíu greina nú gögn úr flugritum vélarinnar sem fundust í síðustu viku.
Gögnin styðja einnig þá kenningu að vélin hafi brotlent vegna slæmra veðurskilyrða. 162 voru um borð í vélinni og fórust allir. Búið er að finna 53 lík.
Búið er að hlusta á hljóðupptökur sem var að finna á öðrum flugritanna og eru tvær um tveggja klukkustunda langar. Ekki er að finna „ógnandi rödd“ á upptökunum.
Svo virðist sem flugstjórinn hafi verið of upptekinn við að reyna að ná stjórn á flugvélinni til að senda neyðarkall.