Farþegaþota AirAsia reis of hratt

Vélin fórst í Jövuhafi 28. desember.
Vélin fórst í Jövuhafi 28. desember. AFP

Farþegaþota AirAsia reis of hratt skömmu áður en hún drap á sér með þeim afleiðingum að hún fórst. Þetta segir samgönguráðherra Indónesíu. Alls fórust 162 með vélinni.

Ignasius Jonan, ráðherra samgöngumála, sat fyrir svörum indónesískrar þingnefndar. Hann segir að vélin hafi hækkað flugið mjög hratt, eða sem man 1.828 metrum á mínútu. Jonan sagði að það væri ólíklegt að herþota myndi reyna að hækka flugið svo hratt.

Engin komst lífs af þegar farþegarþótan, sem var af gerðinni Airbus A320-200, fórst 28. desember sl. í Jövuhafi. Hún var að fjúga frá Surabaya í Indónesíu til Singapúr. Brak vélarinnar dreifðist yfir stórt svæði og enn eru unnið að því að sækja lík í hafið. 

Í síðustu viku fannst flugriti farþegaþotunnar og hljóðupptökutæki sem er að finna í stjórnklefa þotunnar. 

Búið er að finna bol flugvélarinnar, þar sem talið er að finna flest lík, og hafa björgunarsveitir verið sendar á stað til að sækja hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert