Gammy fékk ríkisborgararétt

Pattaramon Chanbua með Gammy litla.
Pattaramon Chanbua með Gammy litla. AFP

Gammy litli, drengur sem kom í heiminn á síðasta ári með hjálp taílenskrar staðgöngumóður, hefur nú fengið ástralskan ríkisborgararétt.

Mál hans vakti mikla athygli á síðasta ári en staðgöngumóðirin, sem er frá Tælandi, sakaði ástralska foreldra Gammy og tvíburasystur hans um að hafa aðeins tekið stúlkuna með sér heim til Ástralíu þar sem Gammy er með Downs-heilkenni.

Móðir drengsins, Pattaramon Chanbua, segist ekki ætla með drenginn til Ástralíu á næstunni. Hún segir að umsóknin, sem hún skilaði inn, hafi verið öryggisráðstöfun vegna framtíðar hans.

„Ef fjölskyldan mín, þar á meðal ég, deyr og Gammy verður einn eftir, mun ástralska ríkisstjórnin að minnsta kosti aðstoða hann,“ sagði Pattaramon í samtali við AFP.

Pattaramon segir Gammy við góða heilsu en hann varð eins árs í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert