Hættir vegna Hitlers-skeggsins

Lutz Bachmann, fyrrverandi leiðtogi Pegida, og Kathrin Oertel, talsmaður hreyfingarinnar.
Lutz Bachmann, fyrrverandi leiðtogi Pegida, og Kathrin Oertel, talsmaður hreyfingarinnar. AFP

Stofnandi þýsku hreyfingarinnar Pegida sem beint er gegn múslimum í Evrópu hætti sem leiðtogi hennar í dag eftir að athygli var beint að mynd af honum með hárgreiðslu skegg í anda nasistaforingjans Adolfs Hitler auk rasískra ummæla sem hann birti á Facebook.

Fram kemur í frétt AFP að leiðtoginn fyrrverandi, Lutz Bachmann, hafi beðið stuðningsmenn sína afsökunar á Facebook á „hugsunarlausum yfirlýsingum sem hann myndi ekki láta frá sér fara í dag. Mér þykir leitt að hafa skaðað hagsmuni hreyfingarinnar okkar með þeim og þess vegna axla ég ábyrgð á þeim.“

Myndin af Bachmann vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum. Ummæli hans voru meðal annars á þá leið að flóttamenn voru kallaðir skepnur og óþverri. Saksóknari í þýsku borginni Dresden hefur til skoðunar að ákæra Bachmann fyrir hatursáróður.

Haft er eftir talsmanni Pegida, Kathrin Oertel, að myndin af Bachmann hafi verið háðsádeila sem allir ættu rétt á að grípa til. En hún hafi gengið of langt. Hann hafi sett myndina á netið í september, nokkrum vikum áður en hann stofnað Pegida í Dresden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert