Þúsundir til liðs við öfgahreyfingu

Þúsundir gengu til liðs við PEGIDA-hreyfinguna á fjöldafundi í Leipzig í Þýskalandi í gær. Hreyfingin ætlaði að halda fundinn í Dresden á mánudag en það var ekki leyft vegna ótta við árásir.

PEGIDA er öfgahreyfing sem berst gegn meintum íslömskum áhrifum í Evrópu. Nafnið, PEGIDA, stendur fyrir „Patriotische Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes“.

Leiðtogi og stofnandi hreyfingarinnar í Þýskalandi, Lutz Bachmann, sagði af sér í gær eftir að mynd af honum í gervi Hitlers var dreift á netinu. 

Saksóknarinn í Dresden íhugar að ákæra Bachmann fyrir hatursáróður.

Talsmaður PEGIDA segir að myndin af Bachmann í gervi Hitlers hafi verið grín og það sé réttur hvers manns að tjá sig með slíkum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert