Grikkland verði áfram „hluti af sögunni“

Matteo Renzi og Angela Merkel hittust í Flórens á Ítalíu.
Matteo Renzi og Angela Merkel hittust í Flórens á Ítalíu. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland verði áfram „hluti af sögu okkar,“ en um helgina fara fram kosningar í Grikklandi sem gætu komið Syriza-flokknum til valda. Sá flokkur berst gegn íhlutun Evrópusambandsins í efnahagslífi landsins og því óvíst um framhald Grikklands innan evrusamstarfsins.

„Ég vil að Grikkland, þrátt fyrir erfiðleika þess, verði áfram hluti af okkar sögu,“ sagði Merkel á blaðamannafundi í Flórens í dag en þar átti hún m.a. fund með ítalska forsætisráðherranum, Matteo Renzi.

Renzi sagðist ekki hafa áhyggjur af grísku kosningunum. Hann segir að hver svo sem fari með sigur á hólmi muni eiga von á góðu samstarfi allra innan evrusamstarfsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert