Telja kafbátana hafa verið fleiri

Rússneskur kafbátur.
Rússneskur kafbátur. AFP

Hernaðaryfirvöld í Svíþjóð telja að kafbáturinn sem sást í skerjagarðinum í Stokkhólmi á síðasta ári hafi ekki verið einn á ferð. „Okkur grunar að fleiri farartæki hafi verið á kreiki,“ segir Anders Grenstad, sem stjórnaði leitaraðgerðunum á sínum tíma, í samtali við Dagens industri. 

Á föstudaginn 17. október síðastliðinn bárust hernaðaryfirvöldum upplýsingar um umferð óþekktra farartækja neðansjávar í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Um leið fór af stað umfangsmikil leitaraðgerð sem kafbátar, skip og þyrlur tóku þátt í. Leitin stóð yfir í viku og kostaði hún 20 milljónir sænskra króna. 

Mánuði síðar hélt ríkisstjórnin blaðamannafund þar sem staðfest var að um hafi verið að ræða erlendan kafbát. „Á því leikur enginn vafi,“ sagði Sverker Göranson hjá sænska hernum á fundinum. 

Dagens industri ræddi einnig við Nils-Ove Jansson, sem starfaði lengi í sérstökum neðansjávarhópi innan sænska hersins. Hann segir að lítill vafi leiki á því að um rússneskan kafbát hafi verið að ræða. 

Sjá frétt Dagens industri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert