Ná vélinni ekki upp úr hafinu

AFP

Erfiðlega gengur að ná braki flugvélar Air Asia, sem hrapaði hinn 28. desember síðastliðinn. upp úr sjónum. Ný tilraun til að ná flugvélinni upp var gerð í dag en ekki heppnaðist hún frekar en fyrri tilraunir.

„Vélin kom upp úr sjónum en síðan féll hún aftur niður,“ segir Supriyadi sem leiðir aðgerðina, í samtali við CNN.

Fyrr í þessari viku fundu kafarar sex lík um borð í vélinni en vegna erfiðra aðstæðna gátu kafararnir ekki komist inn í vélina til þess að sækja þau. Var því ákveðið að veiða vélina upp úr hafinu með því að festa blöðrur á hana sem voru síðan fylltar af lofti. 

Alls hafa kafarar fundið 70 lík farþega úr vélinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka