Hræðileg öskur frá gasklefunum

Kitty Hart-Moxon var aðeins 16 ára þegar hún var flutt …
Kitty Hart-Moxon var aðeins 16 ára þegar hún var flutt ásamt móður sinni til Auschwitz. AFP

Kitty Hart-Moxon var aðeins 16 ára þegar hún var flutt ásamt móður sinni til Auschwitz. Hún dvaldi í búðunum í tvö ár og rifjar upp þessa hræðilegu lífs­reynslu í mynd­skeiði BBC.Í dag er þess minnst að 70 ár eru liðin frá frels­un fanga sem haldið var í út­rým­ing­ar­búðunum.

„Þú varst aldrei ör­ugg­ur. Hvenær sem er sól­ar­hrings­ins, að degi að nóttu, átt­ir þú á hættu að vera myrt­ur,“ seg­ir Kitty.

Kitty var meðal ann­ars lát­in fara í gegn­um eig­ur þeirra sem flutt­ir voru í búðirn­ar. Þetta voru per­sónu­leg­ir mun­ir á borð við skart­gripi, ljós­mynd­ir og bréf. Í viðtal­inu lýs­ir hún meðal ann­ars hræðileg­um öskr­um sem bár­ust frá gas­klef­um þegar fólkið var tekið af lífi.

Seg­ir hún að öskrin hafi heyrst í um tíu mín­út­ur en það var um bil tím­inn sem tók að myrða fólkið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert