Aðstoðarflugmaður farþegaþotu AirAsia sem hrapaði í Javahafi í desember var við stjórnvölinn er þotan fórst. 162 voru um borð vélarinnar, þau létust öll. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um slysið sem kynnt var í dag.
Sjómenn hafa nú fundið tvö lík úr slysinu í sjónum við Sulawesi eyjarnar í mið Indónesíu, í um 1000 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem talið er að þotan hafi hrapað. Aðeins hafa 72 lík fundist hingað til.
Flug QZ8501 hrapaði í óveðri 28. desember síðastliðinn. Var þotan á leið frá indónesísku borginni Surabaya til Singapúr.
Gögn úr flugrita þotunnar, sem tekur m.a. upp samskipti flugmannanna, hafa nú verið rannsökuð. Kom þá meðal annars í ljós að franski aðstoðarflugmaðurinn Remi Plesel flaug vélinni þegar hún hrapaði í staðinn fyrir fyrsta flugmanninn sem var reyndur fyrrum flughermaður.
Jafnframt hefur komið fram að vélin hækkaði flugið snögglega áður en hún hrapaði. Á aðeins þrjátíu sekúndum fór þotan úr 32 þúsund fetum í 37400 fet. Síðan hrapaði hún aftur í 32 þúsund fet. Þremur mínútum síðar stöðvuðust upptökur flugritans.