Monis pantaði te og súkkulaðiköku

Fjölmargir vottuðu Katrinu Dawson og Tori Johnson virðingu sína en …
Fjölmargir vottuðu Katrinu Dawson og Tori Johnson virðingu sína en þau féllu í árásinni. AFP

Mánudagurinn 15. desember á síðasta ári var ósköp venjulegur dagur í Sydney í Ástralíu. Man Haron Monis gekk í rólegheitum inn á Lindt-kaffihúsið en fyrir utan iðaði borgin að lífi, enda margir að versla jólagjafir. Hann pantaði tebolla og sneið af súkkulaðiköku.

Margir nýta kaffihúsið til að setjast niður í annríki dagsin en það er ekki langt frá hinu fræga óperuhúsi og Harbour-brúnni. Fólkið veitti Monis, sem klæddur í buxur í felulitum, með derhúfu á höfði og stóran, svartan bakpoka. Klukkan var hálf níu um morgun.

John O´Brien, 83 ára, kom við á kaffihúsinu en hann var á leið til læknis. Katrina Dawson, 38 ára lögfræðingur og þriggja barna móðir, lagði leið sína á kaffihúsi til að hitta vinkonu sína.

Monis var með afsagaða byssu með í för og beið eftir rétta augnablikinu. Hann bað um að fá annað borð, nær bakdyrum kaffihússins, en þaðan hafði hann betri yfirsýn. Um hálftíma síðar bað hann starfsmann um að fá að ræða við framkvæmdastjóra kaffihússins, hinn 34 ára Tori Johnson.

Starfsfólk sem fylgdist með Johnson ræða við Mori sáu strax á líkamstjáningu hans að samræðurnar komu honum í uppnám. Hann hvíslaði að einum starfsmanninum að ná í lykla og læsa dyrum kaffihússins. Johnson sagði einnig að starfsfólkið ætti að halda ró sinni.

Þegar kaffihúsinu hafði verið lokað klæddi Monis sig í vesti, stóð upp, hélt byssu á lofti og sagði: „Þetta er árás, ég er með sprengju.“

Réttarhöld í málinu hófust í Sydney í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert