Fjölskylda Alice Gross, stúlkunnar sem talin er hafa verið myrt af lettneskum innflytjanda hafa hvatt andstæðinga innflytjenda til þess að misnota ekki dauða dóttur sinnar í pólitískri umræðu. The Independent segir frá þessu.
Í yfirlýsingu sagði fjölskylda stúlkunnar að á meðan þau óskuðu eftir því að það, að manninum hafi verið hleypt inn í Bretland verði rannsakað, vilji þau ekki að hópar sem berjist gegn innflytjendum misnoti málið.
Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt Alice hafði setið í fangelsi í Lettlandi í sjö ár fyrir að myrða eiginkonu sína. Lík hans fannst í garði í Lundúnum í október. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð.
Yfirlýsing fjölskyldunnar kemur eftir að Scotland Yard sagði að gögn málsins gefðu til kynna að maðurinn, Arnis Zalkalns, væri sekur um morðið og að hefði hann verið ákærður væri hann á lífi.
Zalkalns var hleypt inn í Bretland árið 2007 þrátt fyrir að vera dæmdur morðingi.