22 látnir og 21 saknað

Að minnsta kosti 22 fórust er flugvél TransAsia Airways með 58 manns um borð brotlenti í á skammt frá höfuðborg Taívan, Taipei, í nótt. 21 er enn saknað en vélin er nánast á kafi í ánni. Tekist hefur að bjarga 15 á lífi úr vélinni. 

Flugvélin, ATR 72-600,  fórst skömmu eftir flugtak á Songshan  flugvellinum í Taipei á leið til Kinmen eyjanna. Myndskeið sýna að vélin flýgur milli bygginga, rekst í brúarhandrið og steypist ofan í ána. Flestir um borð eru kínverskir ferðamenn, þar á meðal þrjú börn yngri en tíu ára.

„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, þetta er ólýsanlegt,“ segir Chen sem Reuters ræddi við en hann kom að björgun fólks úr ánni. Slysið er enn eitt flugslysið í Asíu en fleiri hundruð hafa farist í flugslysum í álfunni undanfarið ár.

Þota AirAsia brotlenti fljótlega eftir flugtak í Surabaya í Indónesíu þann 28. desember sl. Allir um borð, 162, fórust.

Þota Malaysia Airlines hvarf í mars og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Önnur þota frá sama flugfélagi fórst í Úkraínu í fyrrasumar, alls létust 537 í þessum tveimur slysum.

TransAsia er þriðja stærsta flugfélag Taívan. Ein flugvél félagsins,  af ATR 72-500 gerð, brotlenti við lendingu á Penghu eyju í júlí í fyrra og létust 48 af þeim 58 sem voru um borð.

ATR flugvélar eru sameiginlegt verkefni Airbus og Alenia Aermacchi, dótturfélags ítalska fyrirtækisins Finmeccanica.

Óttast um afdrif farþeganna

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
EPA
EPA
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert