Níu létust í flugslysi í Taívan

Unnið að björgun fólksins út úr vélinni
Unnið að björgun fólksins út úr vélinni AFP

Að minnsta kosti níu létust er flugvél TransAsia Airways rakst á brú og brotlenti í á skammt frá höfuðborg Taívan, Taipei. 59 voru um borð og er talið að um 30 manns séu enn um borð í vélinni.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir eru slasaðir en það eru nokkrir hið minnsta.

Fréttastofa Taivan hefur birt myndir af flugvélinni þar sem hún er nánast á kafi í ánni Keelung. Unnið er að björgun þeirra sem enn eru fastir í flugvélinni, sem er af ATR-72 gerð. 

Vélin hafði skömmu áður tekið á loft á Songshan flugvellinum í Taípai og var á leið til Kinmen eyja, skammt frá strönd Suðaustur-Kína.

FlugvélTransAsia ATR 72-600 er nánast á kafi
FlugvélTransAsia ATR 72-600 er nánast á kafi AFP
AFP
EPA
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert