Óttast um afdrif farþeganna

Að minnsta kosti tólf létust eftir að flugvél TransAsia Airways rakst á brúarstólpa og brotlendi í á skammt frá höfuðborg Taívan, Taipei. 58 voru um borð í flugvélinni og er ekki vitað um afdrif 30 manns en einhverjir tugir eru fastir inni í flugvélinni sem er nánast á kafi í ánni Keelung.

Um var að ræða innanlandsflug og hafði vélin nýverið tekið á loft á flugvellinum í Taipei á leið til Kinmen eyja. 

Samkvæmt frétt BBC eru 16 slasaðir og hafa einhverjir þeirra verið fluttir á sjúkrahús. Óttast er um afdrif þeirra sem enn eru um borð en björgunaraðgerðir standa yfir. Samband við flugstjórn rofnaði klukkan 10:55 að staðartíma, klukkan 2:55 í nótt að íslenskum tíma.

Myndskeið sem sýnir slysið

Níu fórust í flugslysi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert