Tala látinna hækkar enn

Þessi mynd var tekin skömmu áður en vélin brotlenti í …
Þessi mynd var tekin skömmu áður en vélin brotlenti í Keelung-ánni í Taívan. AFP

Tala látinna eftir flugslys í Tapei, höfuðborg Taívan, hækkar en en nú er talað að í það minnsta 31 sé látinn. Í vélinni voru aðallega kínverskir ferðamenn en vélin brotlenti í Keelung-ánni í nótt. 58 voru í vélinni.

Búið er að ná fimmtán manns á lífi úr flugvélinni en tólf er enn saknað. Björgunarfólkið gerir sér ekki miklar vonir um að finna fleiri á lífi en nú unnið að því að finna öll líkin.

Upptökur sem birtar voru í taívönskum fjölmiðlum af samskiptum áhafnarinnar við flugturn benda til þess að drepist hafi á hreyflum flugvélarinnar.

Leitað að líkum í Keelung-ánni í Taívan.
Leitað að líkum í Keelung-ánni í Taívan. AFP
Tólf manns er enn saknað eftir slysið.
Tólf manns er enn saknað eftir slysið. AFP
Brak vélarinnar var híft upp úr ánni eftir að myrkur …
Brak vélarinnar var híft upp úr ánni eftir að myrkur skall á. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert