Nú er talið að í það minnsta 25 manns hafi farist þegar flugvél TransAsia Airways brotlenti í Tapei í nótt. Kuldi, slæmt skyggni og rísandi vatnshæð hafa tafið björgunaraðstæður á vettvangi þar sem brak flugvélarinnar liggur ofan í á. Björgunarmenn eru svartsýnir á að fleira fólk finnist á lífi.
Mið- og afturhluta flugvélarinnar var lyft upp úr ánni með krana og fannst eitt lík þar. Enn er hins vegar talið að sautján manns séu fastir í fremsta hluta vélarinnar sem er á kafi í vatni. Flugfélagið hefur sagt að sextán manns hafi verið bjargað úr flakinu en 58 manns voru um borð í henni þegar slysið varð.
Upptökur sem birtar voru í taívönskum fjölmiðlum af samskiptum áhafnarinnar við flugturn benda til þess að drepist hafi á hreyflum flugvélarinnar.
Fyrri frétt mbl.is: 22 látnir og 21 saknað