Skáldsagnahöfundurinn Assia Djebar, sem einnig barðist ötullega fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Alsír, er látin 78 ára að aldri. Djebar hét réttu nafni Fatima Zohra Imalyene og var bæði rithöfundur og kvikmyndaframleiðandi. Lést hún á sjúkrahúsi í París í Frakklandi í gærkvöldi.
Djebar skrifaði fleiri en fimmtán skáldsögur á frönsku. Þá skrifaði hún einnig ljóð og smásögur. Verk hennar hafa verið þýdd yfir á 23 tungumál. Hún dvaldist ýmist í París eða í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði sem kennari.
Djebar flutti til Frakklands 18 ára og var fyrsta alsírska konan til að fá inngöngu í einn af bestu skólum landsins.