Samþykkja „rautt“ svæði í Róm

Róm.
Róm. AFP

Yfirvöld í Róm hafa samþykkt að heimila vændi á afmörkuðu svæði innan viðskiptahverfis borgarinnar, í tilraun til að draga úr vændi í hverfinu, sem er nú stundað á um 20 götum. Lögreglu verður gert að sekta vændiskonur um 500 evrur ef þær nást við vinnu sína utan hins afmarkaða svæðis, en svæðið verður undir eftirliti heilbrigðis- og félagsmálafulltrúa borgarinnar.

Hverfaráð EUR viðskiptahverfisins í suðurhluta borgarinnar vonast til þess að tilraunin gangi eftir og fari svo, vilja þau að tvö svæði til viðbótar innan hverfisins verði gerð að „rauðum“ hverfum. Einn íbúa hverfisins sagði í samtali við AFP að nóg væri komið, EUR-hverfið væri nú þegar rauða hverfi borgarinnar, þar sem 20 götur sinntu hver tilteknum þörfum vændiskaupenda.

Rómverska kirkjan, sem og ýmsir stjórnmálamenn, hefur hins vegar mótmælt tilrauninni og sagði einn kirkjunnar maður í samtali við AFP að borgin væri að tilgreina svæði þar sem þrælahald á konum fengi að viðgangast. Hópur sem  hann tilheyrir hefur talað fyrir því að ítölsk stjórnvöld fari Norrænu leiðina og geri vændi löglegt en vændiskaup ólögleg

Talið er að um 70-100.000 vændiskonur starfi á Ítalíu og að 2,5 milljónir karlmanna nýti sér þjónust þeirra reglulega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert