Þrjár konur, berar að ofan, stukku að bíl Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er hann mætti til dómshússins í dag. Konurnar tilheyra hópnum Femen.
Strauss-Kahn bar vitni fyrir rétti í Lille í norðurhluta Frakklands í morgun en hann er sakaður um, ásamt 13 öðrum, aðild að stórfelldu hórmangi. Strauss-Kahn er sakaður um að hafa aflað vændiskvenna fyrir vændishring sem var starfræktur á hóteli í Lille.