Berbrjósta mótmælendur við bíl Strauss-Kahn

Þrjár konur, berar að ofan, stukku að bíl Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er hann mætti til dómshússins í dag. Konurnar tilheyra hópnum Femen.

Strauss-Kahn bar vitni fyr­ir rétti í Lille í norður­hluta Frakk­lands í morg­un en hann er sakaður um, ásamt 13 öðrum, aðild að stór­felldu hór­mangi. Strauss-Kahn er sakaður um að hafa aflað vændis­k­venna fyr­ir vænd­is­hring sem var starf­rækt­ur á hót­eli í Lille.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert