Forseti Tékklands líkir barnavernd í Noregi við ættleiðingarkerfið sem var við lýði á tímum nasismans, Lebensborn. Ástæðan fyrir ummælum forsetans er mál tveggja tékkneskra pilta sem teknir voru frá foreldrum sínum í Noregi árið 2011.
Samkvæmt frétt
og
voru drengirnir teknir af foreldrum sínum þegar annar þeirra sagði leikskólakennara að faðir hans hefði snert hann fyrir innan náttföt sín. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur föður piltsins. Foreldrar drengjanna eru skilin að skiptum og sækist móðir þeirra nú eftir forræði yfir þeim.
„Drengirnir eru á fósturheimilum sem minna á Lebensborn,“ segir Miloš Zeman, forseti Tékklands, í viðtali við tékkneska dagblaðið Blesk.
„Móðir þeirra fær að vera með þeim í fimmtán mínútur tvisvar á ári og hún fær ekki að tala tékknesku við þá. Börnin eru með öðrum orðum þjóðnýtt,“ segir Zeman í viðtalinu.
Ógiftar konur, sem þóttu bera góð gen, voru látnar eignast börn sem voru síðan ættleidd af hreinræktuðum og heilbrigðum foreldrum í fyrirmyndarríkinu.
Norsk barnaverndaryfirvöld hafa neitað að tjá sig um málið og hefur það vakið grunsemdir meðal Tékka.
Adela Knapova, sem er tékkneskur blaðamaður, segir í samtali við
, að í öðrum löndum séu börn ekki tekin af foreldrum sínum fyrir luktum dyrum. Í Noregi er ekki hægt að nálgast upplýsingar um börnin. „Það er eins og ríkið eigi börnin. Þetta hljómar eins og kommúnismi og við þekkjum kommúnisma.“