Mannhaf á minningarathöfn

Talið er að um 30.000 manns séu saman komnir á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkanna í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra, sagði Dani verða að standa saman óháð trúarbrögðum eða pólitískrar sannfæringar.

Athöfnin fer fram á Gunnar Nu Hansens-torgi í Austurbrú, ekki fjarri staðnum þar sem fyrri skotárásin var framin um helgina. Einn maður var skotinn til bana á kaffihúsi þar á laugardag en annar maður lét lífið í árás á bænahús gyðinga aðfaranótt sunnudags.

„Við vitum að það eru öfl í veröldinni sem er þeirrar skoðunar að myrkrið sé ljósinu yfirsterkara. Við vitum að það eru öfgafullar manneskjur sem fyrirlíta rétt annarra til lífs. Það er ógn, við viljum verja okkur fyrir henni með þeim sérstaka styrk sem stafar af samstöðu okkar,“ sagði Thorning-Schimdt í ræðu sinni að því er kemur fram á vefsíður Berlingske.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert