Sór foringja Ríki íslams hollustu

Omar Abdel Hamid El-Hussein
Omar Abdel Hamid El-Hussein EPA

Omar Abdel Hamid El-Hussein sór leiðtoga Ríki íslams, Abu Bakr al-Baghdadi, hollustu í færslu á Facebook skömmu áður en hann myrti tvo í tveimur árásum í Kaupmannahöfn um helgina. Þetta kemur fram í frétt CNN en í morgun sendi danska öryggislögreglan (PET) frá sér tilkynningu um að ekkert benti til þess að El-Hussein hafi verið að skipuleggja hryðjuverk en PET fékk ábendingu um El-Hussein frá fangelsismálayfirvöldum þar sem ýmislegt benti til breyttrar hegðunar hans í fangelsinu. 

Við stöndum saman sem Danir

Fórnarlamba árásann var minnst á útifundum víða í Danmörku í gærkvöldi en talið er að um 40 þúsund manns hafi tekið þátt í fundinum í Kaupmannahöfn. Meðal þeirra er forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, sem hvetur til samstöðu meðal þjóðarinnar. „Árás á gyðinga í Danmörku er árás á alla,“ segir hún. „Gyðingasamfélagið er mikilvægur hluti af Danmörku. Við munum standa saman og halda áfram okkar daglega lífi. Við stöndum saman sem Danir.“

Þrátt fyrir að fátt bendi til þess að El-Hussein hafi tekið þátt í starfi hryðjuverkasamtaka þá þykir ekki ólíklegt að árásirnar í París í síðasta mánuði hafi veitt honum innblástur. Samkvæmt CNN eru tengslin milli glæpagengja og ofbeldishneigðra öfgamanna nánari í Danmörku en víðast annars staðar. Yfir 100 Danir hafa þegar farið til Sýrlands og Íraks til þess að berjast þar með skæruliðum.

En þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að El-Hussein hafi starfað með hryðjuverkasamtökum þá bera þeir sem til þekkja að hann hafi haft andúð á gyðingum og viljað fara til Sýrlands og taka þátt í heilögu stríði. 

Omar El-Hussein, var 22 ára Dani en foreldrar hans voru flóttamenn frá Palestínu og komu til Danmerkur úr flóttamannabúðum í Jórdaníu. Hann hafði ítrekað komist í kast við lögin og var látinn laus úr fangelsi einungis tveimur vikum áður en hann framdi morðin.
Árásarhneigðin jókst samfara aukinni fíkniefnaneyslu
Gömul skólasystkini hans lýsa honum sem vel gefnum og hjálpsömum en hann hafi átt sýnar skuggahliðar, samkvæmt AFP. Hann hafi verið árásargjarn og árásargirnin hafi aukist samfara aukinni fíkniefnaneyslu.
„Hann var stundum ofbeldisfullur en annars var hann ljúfur og klár. Hann fékk góðar einkunnir ís kóla, hann átti vini og var góður skólabróðir,“ segir Julia skólasystir hans í samtali við AFP fréttastofuna.
Annar bekkjarfélagi segir í samtali við Ekstra Bladet að El-Hussein hafi oft viljað ræða um íslam. Honum hafi verið átökin milli Ísrael og Palestínu afar hugleikinn og hann hafi ekki hikað við að lýsa yfir hatri sínu á gyðingum.
Afar fáir viðmælendur bæði danskra fjölmiðla og annarra fjölmiðla virðast hafa haft tú á því að hann hafi verið fær um að fremja morð, hvað þá heldur að hann hafi verið hryðjuverkamaður.
El-Hussein var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á 19 ára pilt og stundið hann ítrekað með hníf í sporvagni árið 2013. Í Politiken kemur fram að hann hafi verið í mjög slæmum félagsskap. Mjög slæmum félagsskap og hann hafi verið stórtækur í kannabisneyslu. Það var síðan í fangelsinu sem hann fór að tala um að vilja fara til Sýrlands og taka þátt í heilögu stríði, segir í frétt Berlingske.
Breivik var einn af okkur
Hans Brun, sérfræðingur í hryðjuverkasamtökum við King's College í London segir í viðtali við AFP fréttastofuna að bakgrunnur El-Hussein sé dæmigerður öfgamanns. Hann tók þátt í glæpastarfsemi en var aldrei samþykktur sem háttsettur liðsmaður skipulagðrar glæpastarfsemi. „Hann var inni og úti úr fangelsi en var aldrei samþykktur af stóru strákunum,“ segir Brun.
Brun segir að án tillits til þess hvort hann hafi verið að skipuleggja þátttöku í heilögu stríði í Sýrlandi þá hafi hann borið með sér stimpilinn: heimatilbúinn hryðjuverkamaður. Það að ferðast til útlanda er ekki nauðsynlegt til þess að vera hættulegur. Það er ekkert auðveldara en að verða öfgafullur í einrúmi heima hjá sér. Breivik er dæmi um slíkt. „Hann var einn af okkur,“ segir Brun.
Omar Abdel Hamid El-Hussein
Omar Abdel Hamid El-Hussein EPA
AFP
Omar Abdel Hamid El-Hussein
Omar Abdel Hamid El-Hussein EPA
AFP
AFP
Vinir og stuðningsmenn lögðu blóm þar sem El-Hussein var skotinn …
Vinir og stuðningsmenn lögðu blóm þar sem El-Hussein var skotinn til bana aðfararnótt sunnudags við Svanevej EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka