Kanna dularfullt bréf til Lars Vilks

Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks.
Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks. AFP

Sprengjusveit er nú á leið frá Stokkhólmi til Örebro í Svíþjóð vegna dularfulls bréfs sem barst til dagblaðsins Nerikes Allehanda í dag. Í umslaginu, sem merkt var sænska skopmyndahöfundinum Lars Vilks, var ekki aðeins bréf heldur annað sem talið var að skoða þyrfti nánar.

Svæðið í kringum skrifstofur blaðsins hefur verið rýmt og girt af. Tilkynning barst til lögreglunnar um klukkan hálf ellefu að sænskum tíma. Lögregla í Þýskalandi hefur fengið upplýsingar um bréfið en svo virðist sem það hafi verið sent þaðan.

Teiknarinn er talinn hafa verið skotmark fyrri árársarinnar í Kaupmannahöfn um helgina. Hann fór í felur eftir árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka