Kynþáttaníð knattspyrnubulla rannsakað

Úr myndskeiði sem hefur verið birt á netinu og sýnir …
Úr myndskeiði sem hefur verið birt á netinu og sýnir atvikið í gær. mynd/YouTube

Breska lögreglan ætlar að hefja rannsókn á myndskeiði sem hefur verið birt opinberlega sem virðist sýna stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Chelsea vera með kynþáttaníð og hindra að þeldökkur maður komist um borð í lest í París. Frönskum yfirvöldum verður veitt aðstoð við rannsóknina.

Vegfarandi tók myndskeiðið sem hefur farið sem eldur um sinu í netheimum. Þar sést hvernig manninum er ítrekað ýtt út þegar hann reynir að komast um borð. Hópur manna inni í lestinni heyrast syngja: „Við erum rasistar, við erum rasistar og þannig viljum við hafa það“.

Lundúnalögreglan Scotland Yard segir að málið sé litið alvarlegum augum og hún mun aðstoða við að bera kennsl á mennina í myndskeiðinu. 

Forsvarsmenn knattspyrnuliðsins Chelsea hafa fordæmt hegðunina og segja að stuðningsmenn sem sýna af sér svona hegðun verði dæmdir í bann og megi þar af leiðandi ekki mæta á leiki liðsins.

Lögreglan segir að hún muni veita frönskum yfirvöldum aðstoð við rannsókn málsins.

Breskur maður tók myndskeiðið fyrir leik Chelsea og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni sem fór fram í París í gærkvöldi. 

Hér sést myndskeiðið frá öðru sjónarhorni

Stuðningsmenn Chelsea með kynþáttaníð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert