Stuðningsmenn Chelsea með kynþáttaníð

Edinson Cavani og Cesar Azpilicueta
Edinson Cavani og Cesar Azpilicueta AFP

Myndskeið sem sýnir stuðningsmenn Chelsea hindra það að svartur maður fái að komast inn í neðanjarðarlest í París í gærkvöldi og æpa kynþáttaníð á lestarstöðinni hefur vakið mikla athygli og um reiði á netinu. Fjölmargir stuðningsmenn Chealsea voru í París í gær að fylgjast með liði sínu spila leik í Meistaradeild Evrópu gegn Paris Saint-Germain á Parc des Princes leikvanginum. Lokatölur leiksins voru 1-1.

Chelsea fordæmir stuðningsmannahópinn fyrir framferði sitt og styðja saksókn gegn þeim sem áttu í hlut. 

Á myndskeiðinu sem hefur farið um allt á netinu og er birt á vefjum fjölmargra fjölmiðla í morgun sjást stuðningsmenn Chelsea ítrekað koma í veg fyrir að blökkumaðurinn fái að koma inn í lestina og ýta honum harkalega út á sama tíma og hópurinn æpir: Við erum rasistar, við erum rasistar og þannig viljum við hafa það. Chelsea, Chelsea.

Á Guardian, sem er einn þeirra fjölmiðla sem birta myndskeiðið, kemur fram að Chelsea geti átt von á viðbrögðum frá Knattspyrnusambandi Evrópu, jafnvel sekt og viðvörun.

BBC

Í tilkynningu frá Chelsea kemur fram að félagið fordæmi slíka hegðun og hún eigi hvorki heima í knattspyrnu né í þjóðfélaginu almennt. Ef þeir sem selja miða á leiki Chelsea eða félagar í knattspyrnuklúbbnum tengjast þessu á einhvern hátt þá verði brugðist harkalega við því, meðal annars með banni.

Paul Nolan, sá sem tók upp myndskeiðið á síma sinn, segir í samtali við Guardian að hann hafi verið á lestarstöðinni á heimleið úr vinnunni. „Hurðin var opin þannig ég sá bæði og heyrði hvað var í gangi. Þetta leit mjög harkalega út þannig að ég ákvað að taka upp símann og taka upp.“

Nolan segir að lestin hafi verið á brautarteinunum í um þrjár mínútur þegar maðurinn kom á brautarteinina og reyndi að komast um borð í lesina.

„Honum var greinilega mjög brugðið þegar þeir hrintu honum út. Ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hverjir þetta voru. Hann reyndi að komast aftur um borð og var aftur hent út,“ segir Nolan í viðtali við Guardian.

Stuðningsmenn Chelsea neituðu svörtum manni að komast inn í neðanjarðarlestina …
Stuðningsmenn Chelsea neituðu svörtum manni að komast inn í neðanjarðarlestina í París í gærkvöldi EPA
Marco Verratti leikmaður Paris Saint og Eden Hazard leikmaður Chelsea
Marco Verratti leikmaður Paris Saint og Eden Hazard leikmaður Chelsea EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert