Banna erlenda fjármögnun moska

Fjöldi mótmælenda sagði skoðun sína á nýju lögunum utan við …
Fjöldi mótmælenda sagði skoðun sína á nýju lögunum utan við austuríska þingið. EPA

Austurríska þingið hefur gert umdeildar breytingar á rúmlega 100 ára gömlum lögum um Íslam. Breytingunum er ætlað að verjast öfgum íslamista og gefur múslimum meira lagalegt öryggi en bannar að erlenda fjármögnun moska og ímama. Þessu greinir BBC frá.

Upprunalegu lögin eru frá 1912 en með þeim varð íslam að opinberum trúarbrögðum í Austurríki. Lögin hafa gjarnan verið nefnd sem fyrirmynd fyrir önnur Evrópuríki um hvernig eigi að eiga við íslam. Breytingarnar á lögunum voru fyrst lagðar til fyrir fimm árum síðar og innihalda meðal annars aukin réttindi til trúarlegra frídaga og þjálfunar fyrir ímama.

Margir trúarleiðtogar múslima segja hinsvegar að bannið á erlendri fjármögnun sé ósanngjarnt enda sé slíkur stuðningur enn leyfilegur þegar kemur að söfnuðum kristinna eða gyðinga. Þeir segja lögin endurspegla skort á trausti til múslima og hafa sumir lýst því yfir að þeir hyggist leita réttar síns fyrir dómi.

Um hálf milljón múslima býr í Austurríki og eru þeir um 6% þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka