Talsmenn rússnesku ríkisstjórnarinnar hafa gefið í skyn að morðið á stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov í gær hafi verið „sviðsett“ til þess að ala á tortryggni gagnvart Kreml og gera Nemtsov að píslarvotti. Segja þeir einnig að morðið gæti tengst Ríki íslam eða öðrum öfgasinnuðum hópum íslamista.
Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið á brú nálægt Kreml. BBC greinir frá því að Vladimir Pútín hafi sent móður Nemtsov skeyti með samúðarkveðjum þar sem hann hrósaði Nemtsov í hástert fyrir heiðarleika. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að gerendur þessa ógeðfellda og kaldrifjaða glæps og þeir sem standa að baki þeim fái viðeigandi refsingu,“ skrifar Pútín í skeytinu. „„Boris Nemtsov hefur skilið eftir mark sitt á sögu Rússlands, í stjórnmálum og opinberu lífi. Hann gengdi mikilvægum stöðum á erfiðum breytingartímum í þessu landi. Hann setti skoðanir sínar ávallt fram á opinn og heiðarlegan hátt og hélt þeim á lofti.“
Fréttir mbl.is:
Boris Nemtsov skotinn til bana
Obama fordæmir morðið á Nemtsov