Mikill viðbúnaður vegna eldgossins

Enn er mikill viðbúnaður í suðurhluta Síle vegna eldgoss í Villarrica-eldfjallinu sem gaus á þriðjudagsmorgun. Um 3.600 íbúar voru fluttir á brott og hafa ekki fengið að snúa aftur heim.

Þetta er fyrsta stóra eldgosið í Villarica í fimmtán ár en gosið hófst um klukkan þrjú að næturlagi að staðartíma, klukkan sex að morgni að íslenskum tíma.

Almannavarnir í Síle gáfu út rautt viðbúnaðarstig og er stórt svæði í kringum eldfjallið girt af. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert