Tveir til viðbótar handteknir

Boris Nemtsov.
Boris Nemtsov. AFP

Tveir karlmenn voru í nótt handteknir í tengslum við morðið á rússneska stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov. Alls eru því fjórir í haldi lögreglu vegna málsins.

Lögreglan handtók í gær þá Anzor Gubasjev og Zaur Dadajev og staðfestu yfirvöld í nótt að annar þeirra sem var handtekinn í nótt væri bróðir Gubasjev. Mennirnir fjórir eru allir frá Kákasus-svæðinu, að því er talið. Rannsókn málsins mun halda áfram.

Nemtsov var skotinn til bana á götu í Moskvu fyrir rúmri viku. Hann var á göngu ásamt kærustu sinni er morðið var framið. Hann var áður varaforsætisráðherra landsins og ötull gagnrýnandi Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.

Rannsóknarnefnd undir forystu Pútíns forseta rannsakar morðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert