Tíu létust í þyrluslysi í Argentínu

Hér má sjá flak þyrlunnar.
Hér má sjá flak þyrlunnar. AFP

Tvær þyrlur rákust hvor á aðra í norður Argentínu í dag. Að minnsta kosti tíu eru látnir. Flestir þeirra sem voru um borð voru Frakkar, en þeir voru að taka upp franskan raunveruleikaþátt.

„Það eru nokkrir franskir ríkisborgarar á meðal fórnarlambanna. Nú vitum við aðeins um tvö argentínsk fórnarlömb,“ sagði talsmaður héraðsins La Rioja, Disel Cuneo, í samtali við AFP-fréttaveituna. 

Annar talsmaður héraðsins, Horacio Alarcon, segir að talið sé að þyrlunar hafi rekist á hvor aðra í miðjum upptökum. „Enginn lifði af,“ bætti hann við. Sagði hann að veður hafi verið gott í dag og orsök slyssins ókunn. 

Gerðist slysið í fjalllendi La Rioja en fjöllin draga að sér fjölmarga ferðamenn á ári hverju. Fjöllin eru í um 1100 kílómetrum norðan við  Buenos Aires. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert