Vopnahlé í Kólumbíu

Juan Manuel Santos forseti Kólumbíu
Juan Manuel Santos forseti Kólumbíu AFP

Stjórnvöld í Kólumbíu hafa ákveðið að hætta árásum á skæruliðasamtökin Farc næsta mánuðinn. Þetta hefur BBC eftir forseta landsins, Juan Manuel Santos, en hann segir þetta til marks um að vopnahlé sem samið var um í desember haldi.

Hins vegar verður árásum haldið áfram á annan skæruliðahóp, ELN. Nú standa yfir friðarviðræður á milli stjórnvalda og Farc á Kúbu. 

Santos er harðorður í garð ELN-hryðjuverkasamtakanna sem hann segir að hafi færst í aukana og glæpum þeirra fjölgað.

Talið er að yfir 220 þúsund manns hafi látist í átökum milli Farc og stjórnvalda síðustu fimmtíu árin. 

Frá viðræðum á Kúbu.
Frá viðræðum á Kúbu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert