Segist ekki þekkja stúlkurnar þrjár

Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum sjást hér fara …
Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum sjást hér fara í gegnum öryggishlið á Gatwick flugvelli í Lundúnum. AFP

Aqsa Mahmood neitar því að hafa hvatt þrjár breskar skólastúlkur til að koma til Sýrlands og ganga til liðs við ríki Íslams. Mahmood, sem er tvítug, yfirgaf heimili sitt í Glasgow í nóvember árið 2013 og giftist liðsmanni samtakanna skömmu síðar.

Faðir Mahmood sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að hann og móðir stúlkunnar væru í samskiptum við dóttur sína. Segja þau að hún hafi ekki verið í samskiptum við stúlkurnar þrjár áður en þær yfirgáfu heimili sín.

„Hinn 21. febrúar sendi hún [Mahmood] mér skilaboð þar sem hún segist ekki einu sinni þekkja nöfn þeirra,“ segir faðir ungu konunnar.

Kadiza Sultana, 16, Shamima Begum, 15, og Amira Abase, 15, fór frá Bretlandi til Istanbul hinn 17. febrúar sl.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert