Vill herða eftirlit í Danmörku

Dómsmálaráðherrann flytur ræðu í kjölfar skotárásanna um miðjan febrúar.
Dómsmálaráðherrann flytur ræðu í kjölfar skotárásanna um miðjan febrúar. EPA

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, hefur tilkynnt að hún muni biðja opinbera aðila þar í landi um að tileinka sér ákveðin atriði til að berjast gegn aukinni róttækni og herða fyrirkomulag um skilorðsrefsingar.

Áætlun hennar felur í sér viðræður við yfirvöld fangelsis- og skilorðsmála, og tekur til ellefu mismunandi atriða þar sem hún telur að bóta sé þörf. Kemur hún í kjölfar bráðabirgðarannsóknar á samskiptum opinberra aðila við Omar El-Hussein, Dana af palestínskum uppruna, sem myrti tvo og særði sex manns í skotárás um miðjan febrúar.

Talið er að hann hafi snúist til ofstækis í fangelsi og var hann leystur úr haldi aðeins tveimur vikum áður en árásirnar áttu sér stað. Beinist áætlunin að því að hindra að slíkt geti endurtekið sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert