Þúsundir ferðamanna flykktust til Mont Saint-Michel, kletts heilags Mikjáls, á landamærum Normandí og Bretagne-héraðs í Frakklandi, í dag til þess að fylgjast með öldum aldarinnar sem von er á síðar í dag.
Háar öldur er ekkert nýtt af nálinni á þessum fræga stað sem er á heimsminjaskrá UNESCO, en vegna sólmyrkvans í gær er von á óvenju háum öldum, allt að 14-15 metra háum. Sem er svipuð hæð og fjögurra hæða hús.
Yfirvöld hafa beðið fólk að fara varlega, einkum um áttaleytið í kvöld að íslenskum tíma, þegar straumurinn verður sem mestur.
Í gærkvöldi höfðu um 10 þúsund manns komið sér fyrir á eyjunni til ess að fylgjast með sjávarföllum næsta sólarhringinn.
En þrátt fyrir að talað sé um öldur aldarinnar þá getur ölduhæðin orðið svo mikil nokkrum sinnum á hverri öld.