Fækka ekki hermönnum

Barack Obama tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggðust hægja á afturköllun hermanna frá Afganistan og halda 9.800 hermönnum í landinu til ársloka 2015. Þessi ákvörðun er þvert á fyrri loforð forsetans um að skera niður herafla Bandaríkjanna í landinu um helming niður í 5.500 hermenn.

Obama tilkynnti um ákvörðunina á sameiginlegum blaðamannafundi með forseta Afganistan, Ashraf Ghani sem er í fyrstu heimsókn sinni til Bandaríkjanna frá því að hann var kjörinn.

„Við viljum vera viss um að við séum að gera allt sem við getum til að ganga í skugga um að afganskar öryggissveitir nái árangri svo við þurfum ekki að snúa aftur,“ sagði Obama.

Ghani sagði að mikilvægt væri að halda fjölda bandarískra hermanna í landinu „til að tryggja að fjárfestingar síðustu 14 ára borgi sig.“

Sögðust leiðtogarnir vonast til að byrja nýjan kafla í samskiptum ríkjanna tveggja en fyrirrennari Ghani í embætti, Hamid Karzai, mun hafa átt í flóknu sambandi við Hvíta húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert