Kynhlutlaust fornafn í orðabókina

Sænskt transfólk tók orðið upp á arma sína og er …
Sænskt transfólk tók orðið upp á arma sína og er það nú m.a. notað í opinberum gögnum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Nýju fornafni, sem er hlutlaust hvað varðar kyn, verður formlega bætt við orðaflóru sænskrar tungu þegar ný orðabók kemur út í Svíþjóð í apríl. „Hen“ má nú nota í stað „han“ eða „hon“, til að vísa til persónu án þess að gefa kyn hennar til kynna.

„Hen“ var upphaflega kynnt til sögunnar á sjöunda áratug síðustu aldar, m.a. í viðleitni til að einfalda tungumálið. Orðið náði hins vegar aldrei fótfestu.

Það gekk í endurnýjun lífdaga um aldamótin, þegar transfólk tók það upp á arma sína og hefur notkun þess aukist mjög síðustu ár. Það má nú finna í opinberum gögnum, dómsúrskurðum, fjölmiðlaumfjöllun og bókmenntum, og hefur tapað þeirri feminísku skírskotun sem það eitt sinn hafði.

„Hen“ verður ekki eitt nýyrða í orðabókinni sem kemur út 15. apríl nk., en þau verða alls um 13 þúsund talsins. Sænska orðabókin er uppfærð á tíu ára fresti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert